Undirbúningur fyrir næstu kjarasamninga

Á fundi samninganefndar félagsins í síðustu viku var samþykkt tillaga að undirbúningi Einingar-Iðju fyrir næstu kjarasamninga. Ákveðið var að undirbúninnum verði skipt í eftirfarandi fimm þrep.

  1. Samninganefnd komi með hugmyndir að verklagi.
  2. Gerð verði skoðanakönnun meðal félagsmanna á vinnustöðum.
  3. Haldnir verði fundir með sem flestum starfsstéttum um sérmál þeirra.
  4. Haldnir verði fundir með trúnaðarmönnum hverrar deildar fyrir sig til að fá fram þeirra hugmyndir að sérmálum.
  5. Þegar samninganefndin verður búin að gera uppkast af kröfugerð verða haldnir almennir félagsfundir á öllum þéttbýlissvæðum félagsins 

Liður eitt var afgreiddur á fyrsta fundi nefndarinnar og því er nú þegar búið að skipuleggja fjölmarga fundi á félagssvæðinu, eins og sjá má neðar í fréttinni. Fyrst verða þrír fundir með trúnaðarmönnum til að fara yfir framkvæmd könnunarinnar sem verður gerð á meðal félagsmanna dagana 24. til 27. apríl nk. Fjölmargir opnir fundir verða á félagssvæðinu dagana 7. til 23. maí þar sem vonandi sem flestir félagsmenn mæta og fjalla um sérkröfur hvers og eins hóps. Einnig er búið að setja upp fundaplan fyrir samninganefndina og nær það fram í október. Þá er búið að ákveða að dagana 10. til 12. september verða fundir þar sem kynnt verður drög af kröfugerð Einingar-Iðju. 

Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir að til þess að ná fram sem bestum upplýsingum um vilja félagsmanna Einingar-Iðju varðandi það hvað leggja beri áherslu á við gerð næstu kjarasamninga hefði verið ákveðið að standa að þessari könnun og fundarherferð. „Þetta hefur verið gert fyrir síðustu samninga og gefið góða raun. Síðast fengum við svör frá um 2.000 félagsmönnum. Árangur í samningum byggist á því að menn standi saman, það gerist ekki með því að örfáir einstaklingar sjái um málið.“

Í könnuninni nú gefst félagsmönnum kostur á að merkja við sjö áhersluatriði af 21 á lista sem dreift verður af trúnaðarmönnum félagsins og setja þau í röð eftir mikilvægi þeirra. Björn segir að þessi aðferð sé vænleg til að fá fram skýran vilja félagsmanna þar sem þeim gefst kostur á að setja fram sín viðhorf í sínu eigin umhverfi, í rólegheitum á kaffistofunni.“ Björn hvetur alla félagsmenn til að gefa sér tíma og svara könnuninni og mæta á þá fundi sem í boði eru.

 

Nokkrar dagsetningar:

17. apríl 2018 Undirbúningsfundir með trúnaðarmönnum um framkvæmd könnunarinnar.

  • Fjallabyggð kl. 12 (Salur félagsins)
  • Dalvík kl. 16 (Safnaðarheimilið)
  • Akureyri kl. 20 (Alþýðuhúsið, 4. hæð) 

24. til 27. apríl - Könnun á vinnustöðum.

7. – 23. maí 2018 - Fundir með starfsgreinum eftir deildum.

7. maí – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Hótel og ferðaþjónusta
  • 2. hæð kl. 20-22 Ræsting
  • 4. hæð kl. 17-19 Fiskvinnsla 

8. maí – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Drykkjarvörur (MS og Coca-Cola…)
  • 2. hæð kl. 20-22 Matráðar, þvottahús og öryggisverðir (Almenni vinnumarkaðurinn)
  • 4. hæð kl. 17-19 Kjötvinnslur 

9. maí – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Heimaþjónustan
  • 2. hæð kl. 20-22 Eldhús, matráðar og aðstoðarfólk í eldhúsi
  • 4. hæð kl. 17-19 Hlíð og Lögmannshlíð
  • 4. hæð kl. 20-22 Málefni fatlaðra

 14. maí – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 MA, VMA og Lundur
  • 2. hæð kl. 20-22 Framkvæmdamiðstöð, stöðuverðir og hafnarverkamenn
  • 4. hæð kl. 17-19 Leikskólar
  • 4. hæð kl. 20-22 Skólaliðar og stuðningsfulltrúar 

15. maí    – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur, sundlaugar og íþróttamannvirki
  • 2. hæð kl. 20-22 Laugaland
  • 2. hæð kl. 20-22 Vegagerðin
  • 4. hæð kl. 17-19 Sjúkrahúsið á Akureyri
  • 4. hæð kl.17-19 Norðurorka 

16. maí    – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Slippurinn
  • 2. hæð kl. 20-22 Byggingaverkamenn
  • 4. hæð kl. 20-22 Bílstjórar og tækjamenn (steypustöðvar) 

17. maí    – Akureyri, Alþýðuhúsið

  • 2. hæð kl. 17-19 Gámaþjónustan
  • 2. hæð kl. 20-22 Prjóna- og saumastofur 

17. maí    Dalvíkurbyggð – Safnaðarheimilið

  • kl. 17-19 Félagsmenn sem vinna hjá Dalvíkurbyggð
  • kl. 20-22 Félagsmenn sem starfa í öðrum starfsgreinum 

22. maí    Grenivík – Kontórinn

  • kl. 17-19 Starfsmenn sveitarfélagsins
  • kl. 20-22 Aðrir félagsmenn 

22. maí    Hrísey – Verbúðin

  • kl. 17-19 Allir félagsmenn 

23. maí    Fjallabyggð – Salur félagsins

  • kl. 17-19 HSN og starfsmenn Fjallabyggðar
  • kl. 20-22 Aðrir félagsmenn 

10. til 12. september

Félagsfundir á svæðinu kynnt drög að kröfugerð.

  • 10. september – kl. 17 Hrísey – Verbúðin
  • 10. september kl. 20 Dalvík – Safnaðarheimilið
  • 11. september kl. 20 Fjallabyggð – skrifstofa félagsins
  • 12. september kl. 18 Grenivík – Veitingastaðurinn Kontorinn
  • 12. september kl. 20 Akureyri – Alþýðuhúsið 4. hæð