Umsóknir um orlofshús

Búið er að opna fyrir umsóknir á netinu vegna orlofshúsa og íbúða félagsins næsta sumar. Upplýsingar um hvað er í boði má finna á heimasíðunni undir orlofsmál. Blað félagsins er komið út og var borið út í gær. Síðasti skiladagur umsókna er föstudagurinn 1. apríl nk., en úthlutun fer fram nokkrum dögum síðar. Þeir sem fá úthlutað þurfa að vera búnir að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 22. apríl. Í lok apríl verður opnað á netinu fyrir laus hús. Þá gildir fyrstir koma, fyrstir fá.

ATHUGIÐ! Best er að skila inn rafrænni umsókn í gegnum Félagavefinn. 

Ekki bara hús í boði
Að venju geta félagsmenn sótt um „Viku að eigin vali,“ og keypt gistimiða á Fosshótel, gistimiða á nokkur KEA-hótel og greiðslumiða á Edduhótelin. Þá verður enn og aftur boðið upp á að kaupa Veiðikortið og Útilegukortið á sérkjörum.

Gæludýr
Gæludýr eru stranglega bönnuð í öllum húsum félagsins, nema í húsi sem félagið leigir í Kötluholti í Biskupstungum. Dæmi eru um að slæm ofnæmistilfelli hafi komið upp og því er komið inn í leigusamning að leigutaki skuldbindur sig til að borga kr. 25.000 sekt ef þessi regla er brotin.

Notið félagavefinn
Félagsmenn eru hvattir til að sækja um orlofshús og orlofsstyrki á rafrænan hátt á félagavefnum, það flýtir mikið fyrir úthlutunarferlinu. Ef upp koma tilvik þar sem félagsmaður  getur ekki notað félagavefinn þá er hægt að prenta umsóknarblað eða koma við á skrifstofum félagsins og fá umsóknarblað.