Umhverfismálþing ASÍ á morgun

Hamfarahlýnun af mannavöldum hefur nú þegar áhrif á atvinnulíf, efnahag og lífskjör almennings víða um heim. Á málþinginu verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. Málþingið er öllum opið, það verður streymt frá því á heimasíðu ASÍ.

Dagsetning: 3. október 08:30-12:00 – morgunverður frá 08:00
Staðsetning: Fosshótel Þórunnartúni 1, Salur: Gullfoss
Skráning fyrir þá sem mæta á svæðið: asta@asi.is
Fundarstjóri: Halldóra Sveinsdóttir, formaður umhverfis- og neytendanefndar ASÍ
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

DAGSKRÁ
08:30 Ávarp - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra

08:45 Góð störf á lifandi jörð - Hamfarahlýnun og ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar
Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur hjá ASÍ

09:00 Verndum, nýtum og njótum - Náttúra og auðlindir á landi
Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur

09:20 Breytingar á lífríki sjávar við Ísland. Hvað þýða þær fyrir okkur?
Dr. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunnar

09:40 Hringrásarhagkerfið - Guðmundur B. Ingvarsson,
sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

10:00 Kaffi

10:10 Kynning á nokkrum fyrirtækjum sem starfa innan hringrásarhagkerfisins

10:35 „Stjörnu-Sævar“ - Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur

10:50 Pallborð - Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynningamála hjá ASÍ stýrir pallborði

Þátttakendur í pallborði:

  • Drífa Snædal, forseti ASÍ
  • Guðmundur B. Ingvarsson, sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Dr. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunnar
  • Dr. Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
  • Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu

11:30 Ávarp - Drífa Snædal, forseti ASÍ