Tvö sæmd gullmerki

Á aðalfundi félagsins sem fram fór í síðustu viku voru tveir félagar sæmdir gullmerki félagsins. Þetta voru þau Birna Harðardóttir og Steinþór Berg Lúthersson. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, sagði við það tilefni að þau sem hlutu viðurkenningu hafi unnið sitt starf af trúmennsku og óeigingirni. „Það er gaman fyrir félagið að geta sýnt því fólki sem starfað hefur lengi fyrir félagið og ekki síst sína samstarfsfélaga smá þakklætisvott fyrir hið mikla starf sem þau hafa innt af hendi,” sagði Björn. 

Hér fyrir neðan má sjá hvað Björn hafði um þau að segja áður en hann sæmdi þau gullmerkinu. 

Birna Harðardóttir

Hún hefur verið í stjórn Matvæla- og Þjónustudeildar frá stofnun deildarinnar. Birna hefur lengi verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað, setið í samninganefnd félagsins og verið mjög virkur félagsmaður og tekið þátt í mörgum fundum sem fulltrúi okkar og setið ýmsum stjórnum og ráðum innan félagsins. Hún hefur verið öflugur talsmaður sinna félaga og félagsins í heild.   

Steinþór Berg Lúthersson

Hann hefur verið í stjórn Matvæla- og Þjónustudeildar um langt skeið, setið í samninganefnd félagsins ásamt því að vera í trúnaðarráði og einnig verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað og verið mjög virkur félagsmaður og tekið þátt í mörgum fundum sem fulltrúi okkar og setið ýmsum stjórnum og ráðum innan félagsins. Hann hefur verið öflugur talsmaður sinna félaga og félagsins í heild. 

Á myndinni má sjá gullmerkjahafana ásamt formanni og varaformanni félagsins. F.v.:Björn Snæbjörnsson, Birna, Steinþór og Anna Júlíusdóttir.