Tvö námskeið á næstunni - IPAD og Viskí

Síðar í nóvember stendur Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY, fyrir tveimur námskeiðum sem félagsmönnum stendur til boða að fara á þeim að kostnaðarlausu. Annarsvegar er um að ræða námskeiðið IPAD fyrir byrjendur og hinsvegar er um að ræða Viskínámskeið með Snorra Guð.

Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um námskeiðin.

Námskeið - IPAD fyrir byrjendur
Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY, býður félagsmönnum upp á IPAD námskeið fyrir byrjendur. Námskeiðið er einstaklingsmiðað þar sem þátttakendur mæta með sínar eigin spjaldtölvur. Farið er yfir stillingar og læsingar. Einnig verður farið yfir hvernig smáforrit virka, tenging við tölvupóst, tónlist, bækur o.fl.

Kennsla fer fram í SÍMEY, Þórsstíg 4, þriðjudaginn 18. nóvember milli kl. 17:00 og 19:30 og laugardaginn 22. nóvember milli kl 9:00 og 11:30

Hámarksfjöldi 12

Skráning fer fram á skrifstofu félagsins á Akureyri og í síma 460 3600 Skráningu lýkur kl. 16 föstudaginn 15. nóvember nk.

 

Viskínámskeið með Snorra Guð

Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY, býður félagsmönnum upp á námskeið þar sem Snorri Guðvarðarson mun fara yfir viskísöguna, uphaf viskíframleiðslu og þróun til dagsins í dag. Lönd og svæði með áherslu á Skotland og smökkun mismunandi tegunda.

Kennsla fer fram í SÍMEY, Þórsstíg 4, fimmtudaginn 20. nóvember milli kl. 19:30 og 22:30

Hámarksfjöldi 20

Skráning fer fram á skrifstofu félagsins á Akureyri og í síma 460 3600 Skráningu lýkur kl. 16 föstudaginn 15. nóvember nk.