Í gær veitti félagið viðtöku tveimur orlofshúsum á Einarsstöðum eftir að þau voru nánast algjörlega endurnýjuð og stækkuð lítillega sl. vetur. Þetta voru hús nr. 21 og 22 sem félagið keypti af AFLi starfsgreinafélagi síðastliðið haust. Næsta haust verður svo skipt um þak á þeim. Eining-Iðja á núna fjögur hús á svæðinu og fá hús nr. 26 og 31 sömu yfirhalningu næsta vetur. Af þessu tilefni bauð félagið þeim sem komu að framkvæmdunum í kaffi til að þakka fyrir mjög vel unnin störf.
Tréiðjan Einir ehf. á Egilsstöðum sá um framkvæmdina en um hönnun og eftirlit með framkvæmdum sá Ágúst Hafsteinsson, arkitekt á Form arkitektastofu á Akureyri. Samstarf við þessa aðila var til fyrirmyndar og mun þeir skipta um þökin á húsunum í haust og sjá um breytingar á húsum 26 og 31 næsta vetur.
Vægt til orða tekið eru nýju húsin stórglæsileg og er óhætt að óska félagsmönnum til hamingju með húsin, en fyrstu gestirnir munu mæta í þau í dag.