Tveir góðir fundir í gær

Í gær hélt félagið tvo fundi á félagssvæðinu, um var að ræða fundi í svæðisráði Hríseyjar- og Dalvíkurbyggðar. Fyrri fundurinn var í Hrísey kl. 17 og sá seinni á Dalvík kl. 20. Á morgun verður fundur á Grenivík og svo verður fundur í Fjallabyggð næsta fimmtudag. Allir fundirnir verða túlkaðir á pólsku og eru allir velkomnir.

Á þessum fundum fjallar Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa lífeyrissjóðs, um lífeyrismál og Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, fjallar m.a. um niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.

Miðvikudagur 22. janúar

  • Grenivík: Í nýja húsnæði björgunarsveitarinnar kl. 18:00

Fimmtudagur 23. janúar

  • Fjallabyggð: Sameiginlegur fundur fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga kl. 20:00 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b.

Dagskrá

  1. Lífeyrismál. Jóna Finndís Jónsdóttir, forstöðumaður réttindasviðs Stapa lífeyrissjóðs.
  2. Ný Gallup könnun félagsins o.fl.
  3. Önnur mál.