Tveir fundir í gær, einn í kvöld

Frá fundinum á Dalvík
Frá fundinum á Dalvík

Í gær hélt félagið tvo almenna félagsfundi, í Hrísey og á Dalvík, og í kvöld verður fundur á skrifstofu félagsins í Fjallabyggð. Björn formaður, Anna varaformaður, Ásgrímur upplýsingafulltrúi mættu á fundina ásamt Ingva Vaclav sem túlkaði yfir á pólsku. Einnig mætti Guðrún svæðisfulltrúi í Hrísey á fundinn í Eyjunni, og Sigríður svæðisfulltrúi á Dalvík og Helga starfsmaður félagsins á Dalvík mættu á fundinn á Dalvík.

Á fundunum kynnti Björn tillögur að fyrirhuguðum breytingum á lögum félagsins, fjallað var um félagafrelsi og farið yfir helstu niðurstöður úr kjarakönnun félagsins. Ágæt mæting var á fundina og góðar umræður urðu um málefnin.

Fundurinn í kvöld, miðvikudaginn 25. janúar, verður kl. 20:00 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b og er sameiginlegur fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga. 

Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða tveir fundir

    • Grenivík: Á veitingastaðnum Kontórnum kl. 17:00 
    • Akureyri: Í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins kl. 20:00

Dagskrá 

  1. Kynntar tillögur að breytingar á lögum félagsins.
  2. Vinnustaðaeftirlit félagsins.
  3. Félagafrelsi
  4. Kjarakönnun félagsins - helstu niðurstöður.
  5. Önnur mál. 

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.