Í gær hélt félagið tvo kynningafundi vegna komandi kjarasamningaviðræðna, í Hrísey og á Dalvík. Farið var yfir vinnu samninganefndar og drög af kröfugerð félagsins. Einnig voru kynntar niðurstöður könnunar sem fram fór á meðal félagsmanna síðastliðið vor þar sem spurt var um vilja félagsmana um hvað leggja beri áherslu á við gerð næstu kjarasamninga.
Þeir sem mættu höfðu þarna tækifæri til að hafa áhrif á kröfugerðina, en gengið verður endanlega frá henni á fundi samninganefndar 9. september nk.
Í kvöld kl. 20 verður fundur í Fjallabyggð, á skrifstofu félagsins í Eyrargötu 24b
Á morgun verða tveir fundir. Í gamla barnaskólanum á Grenivík kl. 17 og á 4. hæð Alþýðuhússins á Akureyri kl. 20.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.