Fundurinn á Dalvík verður í Safnaðarheimilinu
Í dag mun félagið halda almenna félagsfundi í Hrísey og á Dalvík og á morgun í Fjallabyggð. Alls verða fimm fundir haldnir í þessari viku þar sem m.a. verða kynntar tillögur að breytingum á lögum félagsins, fjallað verður um helstu niðurstöður úr kjarakönnun og fleira. Fundirnir verða túlkaðir á pólsku. Félagar, fjölmennum!
- Þriðjudagur 24. janúar
- Hrísey: Á veitingastaðnum Verbúðin 66 kl. 17:00
- Dalvík: Safnaðarheimili Dalvíkurkirkju kl. 20:00
- Miðvikudagur 25. janúar
- Fjallabyggð: Sameiginlegur fundur fyrir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga kl. 20:00 á skrifstofu félagsins Eyrargötu 24b.
- Fimmtudagur 26. janúar
- Grenivík: Á veitingastaðnum Kontórnum kl. 17:00
- Akureyri: Í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins kl. 20:00
Dagskrá
- Kynntar tillögur að breytingar á lögum félagsins.
- Vinnustaðaeftirlit félagsins.
- Félagafrelsi
- Kjarakönnun félagsins - helstu niðurstöður.
- Önnur mál.