Tveir fundir í dag, í Hrísey og á Dalvík: MÆTTU ef þú vilt hafa áhrif á launakröfu þína!!!

Fundurinn á Dalvík verður í Mímisbrunni
Fundurinn á Dalvík verður í Mímisbrunni

Félagið er búið að halda fjóra opna fundi á félagssvæðinu í vikunni þar sem leitað er eftir hugmyndum að launaþáttum í kröfugerð félagsins. Í dag og kvöld verða tveir í viðbót, í Hrísey og á Dalvík. Fundurinn í Hrísey hefst kl. 17 og verður í Brekku en fundurinn á Dalvík hefst kl. 20 í Mímisbrunni. Allir fundirnir verða túlkaðir yfir á pólsku.

Dagskrá:

  1. Kröfugerð félagsins - umræða um launaþætti
  2. Önnur mál.

MÆTTU ef þú vilt hafa áhrif á launakröfu þína!!!

Tveir fundir í gær
Í gær var félagið með fundi í Ólafsfirði og á Siglufirði. Ágætis mæting var á fundina og fínar umræður. Í byrjun fundar á Ólafsfirði fór fram kosning svæðisfulltrúa og varamanns hans. Engin mótframboð bárust gegn sitjandi fulltrúum og því verður Hafdís Ósk Kristjánsdóttir áfram svæðisfulltrúi og Anna Sigríður Pálmadóttir varamaður hennar. Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins og varamenn eru í trúnaðarráði.