Tug­ir koma að samn­ingaviðræðum SGS

Á mbl.is segir að fjór­ir und­ir­hóp­ar vegna kjara­samn­ingaviðræðna Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins fundi í húsa­kynn­um sam­bands­ins og ASÍ að Guðrún­ar­túni í dag. Þar verða meðal ann­ars rædd mál­efni hóp­ferðabíl­stjóra, ræst­inga­fólks, mötu­neyt­is­starfs­manna, iðnverka­fólks, starfs­manna í veit­inga­geira og fleiri stétta, að sögn Flosa Ei­ríks­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SGS.

Hann seg­ir tugi manna koma að vinnu hóp­anna og að full­trú­ar í þeim séu kallaðir til úr aðild­ar­fé­lög­um SGS um allt land á grund­velli sér­fræðiþekk­ing­ar og reynslu.

„Til dæm­is í viðræðuhóp úr hót­el- og veit­inga­geir­an­um eru um 12 frá okk­ur. Sem sagt fólk héðan og þaðan af land­inu þannig að þetta er mjög breiður hóp­ur.“

Mik­il funda­höld hafa verið í gangi í þess­um hóp­um og var fundað í gær ásamt því að fundað er í dag og á morg­un. Á þess­um fund­um eru rædd sér­mál og ákvæði sem varða ein­stak­ar stétt­ir, að sögn Flosa.

„Það sem út úr því kem­ur fer svo til viðræðunefnd­ar SGS og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sem fund­ar hér á fimmtu­dag og föstu­dag,“ út­skýr­ir Flosi sem bæt­ir við að mark­miðið sé að sem flest­ir komi að samn­ingaviðræðunum.

Í dag eru þrír fulltrúar frá Einingu-Iðju á fundum í Reykjavík vegna samningaviðræðna við SA.