Tryggvi endurkjörinn formaður Matvæla- og þjónustudeildar

Tryggvi Jóhannsson var á fundinum endurkjörinn formaður Matvæla- og þjónustudeildar til næstu tveggj…
Tryggvi Jóhannsson var á fundinum endurkjörinn formaður Matvæla- og þjónustudeildar til næstu tveggja ára.

Í gær fór fram aðalfundur Matvæla- og þjónustudeildar félagsins. Ágæt mæting var á fundinn sem, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, var rafrænn þetta árið.

Í byrjun fundar flutti Tryggvi Jóhannsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar.

Kosið var til tveggja ára um formann, ritara og þrjá meðstjórnendur.

Tryggvi Jóhannsson bauð sig áfram fram sem formaður, Sigríður Þ. Jósepsdóttir sem ritari og Anna Guðrún Ásgeirsdóttir, Íris Eva Ómarsdóttir og Steinþór Berg Lúthersson buðu sig fram sem meðstjórnendur.  Engin mótframboð bárust og því voru þau sjálfkjörin.

Fyrir í stjórn voru Sólveig Auður Þorsteinsdóttir varaformaður og meðstjórnendurinir Guðmundur Guðmundsson, Börkur Þór Björgvinsson og Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson.

Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.