Nú stendur yfir fundur í trúnaðarráði félagsins en í því eiga sæti 119 félagsmenn. Þar sem þetta er fyrsti fundur starfsársins fór Björn formaður yfir hlutverk ráðsins og hvernig kosið er í það. Því næst var tekin fyrir tillaga um fulltrúa félagsins á 42. þing ASÍ sem fram fer í október, en félagið á rétt á að senda 11 fulltrúa á þingið. Næsta mál á dagskrá er tillaga um skilafrest listans.
Síðar á fundinum mun Elsa Sigmundsdóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá VIRK, fjalla um starfsemi VIRK á svæðinu, Vilhelm Adolfsson, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits, mun fjalla um gang vinnustaðaeftirlits á svæðinu og að lokum mun Ásgrímur Örn Hallgrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins, fjalla um kynningarmál Einingar-Iðju.