Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið þrep 5 í sal félagsins á Akureyri og taka 20 trúnaðarmenn þátt í því, 16 frá Einingu-Iðju og 4 frá FVSA. Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla alþýðu, er í dag að fara yfir samningatækni með hópnum. Í gær var Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ, með kynningu á hagnýtri hagfræði trúnaðarmannsins. Á morgun mun Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla alþýðu, fjalla fyrir hádegi um einelti á vinnustað og eftir hádegi mun Eyrún Björk Valsdóttir, deildarstjóri MFA fræðsludeildar ASÍ fjalla um námshvatningu á vinnustað.