Trúnaðarmannanámskeið þrep 4

Nú rétt í þessu er að ljúka trúnaðarmannanámskeiði, þrepi 4, en það hefur staðið yfir síðustu tvo daga í sal félagsins á Akureyri. Leiðbeinandi var Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla alþýðu. Á námskeiðinu kynntust nemendur m.a. hvernig sjálfstraust hefur áhrif á framkomu og árangur í samskiptum við aðra. Nemendur kynntust hvað hefur áhrif til aukins og minnkandi sjálfstraust og hvernig þurfi að bregðast við. Þeir fengu einnig ýmis verkefni sem lúta að því skoða sjálfstyrk sinn við ýmsar aðstæður og til að meta eigin styrkleika/veikleika. Jafnframt fengu þeir leiðbeiningu um helstu atriði framsagnar og að standa fyrir framan hóp og tala og einnig leiðbeiningu um helstu atriði skrifaðrar ræðu og punkta. Í lokin fengu nemendur verkefni sem fólst í að spreyta sig í því að setja saman stutta ræðu og flytja hana, upplestri og æfingum í framsögn. 

Þrep 3
Nýlega kláraðist einning trúnaðarmannanámskeiðið þrep 3, en það stóð yfir í þrjá daga í sal félagsins á Akureyri. Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla alþýðu, fór þar m.a. yfir Tryggingapíramídann, vinnurétt, vinnueftirlir og vinnuvernd og Virk starfsendurhæfingarsjóð. Nemendur kynntust tryggingum sem við höfum í gegnum kjarasamninga, almannatryggingakerfið, sér tryggingar. Nemendur kynntust einnig íslenskum vinnurétti og þeim lögum sem styrkja kjarasamninga vinnumarkaðarins. Kynnt var hlutverk Vinnueftirlitsins, fjallað um lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnumarkaði, ábyrgð launagreiðenda, hlutverki öryggistrúnaðarmanna og hvað felst í vinnuvernd og hvernig hægt er að stuðla að vinnuvernd á vinnustað. · Ráðgjafi frá starfsendurhæfingarsjóðnum Virk kynnti starfsemi Virk og hlutverki ráðgjafa, en trúnaðarmenn þurfa að getað vísað samstarfsmönnum sem eiga í veikindum til ráðgjafa VIRK.