Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti, í sal félagsins á Akureyri og taka 14 trúnaðarmenn þátt í því, 12 frá Einingu-Iðju og 2 frá FVSA. Námskeiðið hófst í gær og stendur yfir í þrjá daga. Leiðbeinandi er Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki.
Stiklur um efnið:
Næstu námskeið
Námskeiðið sem núna stendur yfir er síðasta námskeið vetrarins en þau munu byrja aftur næsta haust. Forsenda þess að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu sem skyldi er að sækja trúnaðarmannanámskeið, en námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.
Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeið eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is