Trúnaðarmannanámskeið stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti, í sal félagsins á Akureyri og taka 14 trúnaðarmenn þátt í því, 12 frá Einingu-Iðju og 2 frá FVSA. Námskeiðið hófst í gær og stendur yfir í þrjá daga.  Leiðbeinandi er Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki.

Stiklur um efnið:

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði
  • Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna.
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð. 
  • Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim.
  • Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum
  • Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
  • Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.

Næstu námskeið
Námskeiðið sem núna stendur yfir er síðasta námskeið vetrarins en þau munu byrja aftur næsta haust. Forsenda þess að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu sem skyldi er að sækja trúnaðarmannanámskeið, en námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. 

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeið eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is