Hér má sjá þegar trúnaðarmennirnir voru nýmættir á námskeiðið í gær og voru að skrá sig inn á "mínar síður" hjá Félagsmálaskólanum.
Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti, í sal félagsins á Akureyri og taka 24 trúnaðarmenn þátt í því. Námskeiðið hófst í gær og mun því ljúka á morgun. Leiðbeinandi er Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki.
Stiklur um efnið
- Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði.
- Hvernig starfa stéttarfélögin, stjórnir þeirra og hvert er hlutverk félagsmanna.
- Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
- Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum.
- Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð.
- Hvernig eiga trúnaðarmenn að taka á móti umkvörtunum og vinna úr þeim.
- Lögð er megináhersla á mikilvægi góðra samskipta á vinnustað, hvernig megi stuðla að góðum samskiptum.
- Skoðuð er mismunandi framkoma, áhrif hennar á okkur og aðra.
- Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda