Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst sl. mánudag og lýkur í dag. Leiðbeinandi er Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Á námskeiðinu er farið yfir hvert hlutverk stéttafélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði er. Einnig er farið í hvert hlutverk trúnaðarmanns er á vinnustað og hvað hann á að gera og hvað ekki. Nemendur kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samskipta, eineltis á vinnustað, hvernig bregðast eigi við og ábyrgð gerenda og atvinnurekenda.
Næstu námskeið
Í næstu viku verður haldið trúnaðarmannanámskeið, 2. hluti. Í mars verður 3. hluti kenndur á sá fjórði í apríl. Fljótlega verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja hluta 3 og svo einnig á þá sem eiga eftir að sitja hluta 4. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.
Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is