Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið þrep 2 í sal félagsins á Akureyri. Starfsmenn stéttarfélaganna eru nú að kenna á námskeiðinu en nemendur fá kynningu á starfsemi síns félags, réttindum félagsmanna og um sjóði félaganna. Einnig verður farið í túlkun kjarasamninga og gildi þeirra.
Á morgun mun Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla alþýðu, fara yfir lestur launaseðla og launaútreikninga. Námskeiðið, sem tekur tvo daga, sitja 16 trúnaðarmenn og læra nemendurnir að þekkja uppbyggingu launaseðla og mikilvægi þess að geyma launaseðla. Þau læra að þekkja útreikninga á einingaverði og yfirvinnutíma, stórhátíðarkaupsog vaktaálags, einnig læra þau að þekkja uppbyggingu skattþrepa og útreikning frádráttarliða. Þau þurfa m.a. að leysa verkefni sem felst í því að reikna út launaseðil frá grunni.