Trúnaðarmannanámskeið í gangi

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið þrep 1 í sal félagsins á Akureyri. Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla alþýðu, er núna að fara yfir samskipti á vinnustað. Þetta námskeið tekur þrjá daga, en í síðustu tvo daga er búið að fara yfir þjóðfélagið og vinnumarkaðinn og starf og stöðu trúnaðarmannsins. 17 trúnaðarmenn sitja námskeiðið en á því er samfélagið skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Skoðað er hvernig lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar og hver lýðræðislegur réttur okkar er í samfélaginu. Farið er yfir hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður og verkalýðshreyfingin. Farið er í starf trúnaðarmannsins út frá lögum og kjarasamningum og einnig hvernig trúnaðarmaður á að starfa. Verkefni eru lögð fyrir nemendur því tengdu. Þarna fá nemendur að kynnast mismunandi samskiptahefðum og samskiptamynstrum. Einnig er skoðað er hvernig sjálfstraust hefur áhrif á samskipti okkar.