Trúnaðarmannanámskeið í gangi

Mynd frá þrepi 1
Mynd frá þrepi 1

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið þrep 2 í sal félagsins á Akureyri. Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla alþýðu, er að fara yfir lestur launaseðla og launaútreikninga. Námskeiðið, sem tekur tvo daga, sitja 14 trúnaðarmenn og læra nemendurnir að þekkja uppbyggingu launaseðla og mikilvægi þess að geyma launaseðla. Þau læra að þekkja útreikninga á einingaverði og yfirvinnutíma, stórhátíðarkaupsog vaktaálags, einnig læra þau að þekkja uppbyggingu skattþrepa og útreikning frádráttarliða. Þau þurfa m.a. að leysa verkefni sem felst í því að reikna út launaseðil frá grunni.
Á morgun munu starfsmenn stéttarfélaganna kenna á námskeiðinu en þá fá nemendur kynningu á starfsemi síns félags, réttindum félagsmanna og um sjóði félaganna. Einnig verður farið í túlkun kjarasamninga og gildi þeirra.

Í síðustu viku stóð yfir í þrjá daga trúnaðarmannanámskeið þrep 1 í sal félagsins. Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla alþýðu, var leiðbeinandi alla þrjá dagana en þá var farið yfir efni sem kallast Þjóðfélagið og vinnumarkaðurinn, trúnaðarmaðurinn - starf hans og staða og samskipti á vinnustað.
Á þessu námskeiði er samfélagið skoðað frá ýmsum sjónarhornum. Skoðað er hvernig lýðræðislegar ákvarðanir eru teknar og hver lýðræðislegur réttur okkar er í samfélaginu. Farið er yfir hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður og verkalýðshreyfingin. Farið er í starf trúnaðarmannsins út frá lögum og kjarasamningum og einnig hvernig trúnaðarmaður á að starfa. Verkefni eru lögð fyrir nemendur því tengdu. Þarna fá nemendur að kynnast mismunandi samskiptahefðum og samskiptamynstrum. Einnig er skoðað er hvernig sjálfstraust hefur áhrif á samskipti okkar.