Trúnaðarmannanámskeið, hluti 4, stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 4. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst í dag og lýkur nk. föstudag.  Leiðbeinandi í dag er Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ. Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, og fulltrúi frá VIRK munu einnig kenna á námskeiðinu. 

Í þessum hluta verður meðal annars kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu. Farið verður í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust og farið yfir ýmis hagfræðihugtök.

Næstu námskeið

Í byrjun maí verður haldið trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti. Búið er að senda bréf á þá trúnaðarmenn sem ekki hafa farið á námskeið. Trúnaðarmannanámskeið eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.  

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is