Trúnaðarmannanámskeið, hluti 4, lýkur í dag

Myndirnar voru teknar sl. miðvikudag þegar Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, sá um fræð…
Myndirnar voru teknar sl. miðvikudag þegar Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, sá um fræðsluna.

Í dag lýkur trúnaðarmannanámskeiði, 4. hluta, sem staðið hefur yfir í sal félagsins á Akureyri síðustu þrjá daga. Leiðbeinandi í dag er Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá ASÍ, en Sigurlaug Gröndal, frá Félagsmálaskóla Alþýðu, og Helga Þyri Bragadóttir, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá VIRK, sáu einnig um fræðslu á námskeiðinu. 

Í þessum hluta var meðal annars kynning á VIRK - starfsendurhæfingu og á Vinnueftirlitinu. Farið var í hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti og leiðir til að efla sjálfstraust og farið yfir ýmis hagfræðihugtök.

Næstu námskeið
Í næstu viku verður haldið trúnaðarmannanámskeið, 1. hluti, og svo verða aftur námskeið næsta haust. Forsenda þess að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu sem skyldi er að sækja trúnaðarmannanámskeið, en námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. 

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeið eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is