Trúnaðarmannanámskeið, hluti 3, stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 3. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst í morgun og og lýkur næsta föstudag. 16 trúnaðarmenn sitja þetta námskeið en kennsla fer fram þessa 3 daga á milli kl. 9 og 16.

Leiðbeinandi í dag er Sigurlaug Gröndal frá Félagsmálaskóla Alþýðu, á morgun mun Halldór Oddson, lögfræðingur hjá ASÍ, sjá um kennsluna og á föstudaginn verður það Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla Alþýðu.  

  • Megináhersla er á undirbúning framsögu ogumræður á vinnustaða-og félagsfundum, fundarsköp og frágang fundargerða. Einnig er fjallað um einkenni og tilgang ýmissa ræðuforma.
  • Megináhersla er lögð á lög um vinnurétt og hvernig þau styðja kjarasamninga og hvernig íslenskur vinnumarkaður er upp byggður.
  • Lögð er áhersla á rétt launamanna t.d. til fæðingarorlofs, atvinnuleysistrygginga og ýmis þau réttindi í lögum og reglugerðum sem íslenskur vinnumarkaður byggir á.
  • Nemendur kynnast helstu hugtökum í samningtækni.
  • Lögð er áhersla á eðli og markmið samninga, grunnatriði samningagerðar, hvernig hún er notuð í daglegu lífi við úrlausn mála sem koma inn á borð trúnaðarmanna

Næstu námskeið

Í apríl verður 4. hluti kenndur og svo verður aftur boðið upp á fyrsta hluta í maí. Fljótlega verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja hluta 4 og svo verða send bréf á þá sem eiga eftir að sitja hluta 1. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is 

Sjá nánar hér