Trúnaðarmannanámskeið, hluti 2, stendur nú yfir

Nú stendur yfir trúnaðarmannanámskeið, 2. hluti, í sal félagsins á Akureyri. Námskeiðið hófst í gær og lýkur á morgun. Á námskeiðinu kynnast nemendur starfsemi stéttarfélagsins og réttindum félagsmanna. Einnig læra nemendur á innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun þeirra, ásamt lestri launaseðla og uppbyggingu trygginga.

Leiðbeinandi í gær og í dag er Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla Alþýðu. Á morgun sjá starfsmenn félagsins um fræðsluna og fjalla m.a. um kjarasamninga og félagið sjálft. 

Næstu námskeið

Í mars verður 3. hluti kenndur, sá fjórði í apríl og svo verður aftur boðið upp á fyrsta hluta í maí. Búið er að senda bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja hluta 3 og svo verða fljótlega send bréf á þá sem eiga eftir að sitja hluta 4. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til félagsins í síma 460 3600 eða á netfangið ein@ein.is 

Sjá nánar hér