Trúnaðarmannanámskeið, hluti 1 - skráning stendur yfir

Nú stendur yfir skráning á trúnaðarmannanámskeið, hluta 1, sem Eining-Iðja í samvinnu við Félagsmálaskóla alþýðu verður með dagana 18. til 20. september nk. Kennt verður í Einingar-Iðjusalnum alla dagana frá kl. 9:00 til 16:00. 

Búið er að senda bréf á þá trúnaðarmenn sem geta skrá sig á námskeiðið og eru þeir sem vilja sækja námskeiðið vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til skrifstofunnar á Akureyri, eigi síðar en miðvikudaginn 11. september nk. á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, í síma 460-3600 eða á netfangið ein@ein.is.

Vert er að benda trúnaðarmönnum á að búið er að raða niður trúnaðarmannanámskeiðum næsta vetur, bæði á haustönn og vorönn. Er nær dregur námskeiðum verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem geta skrá sig á viðkomandi námskeið. Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri. Eftirfarandi námskeið verða í boði í vetur:

 

Haustönn 2019

Vorönn 2020

Hluti 1

18. til 20. september

22. til 24. janúar

Hluti 2

16. til 18. október

26. til 28. febrúar

Hluti 3

11. til 13. nóvember

18. til 20. mars

Hluti 4

 

15. til 17. apríl

 

Trúnaðarmenn Einingar-Iðju eru mikilvægir hlekkir í starfi félagsins. Samkvæmt samningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri félagsmenn. Þar sem starfa fleiri en 50 eiga að vera 2 trúnaðarmenn. 

Við kosningu öðlast trúnaðarmaður um leið sérstaka lagalega vernd í starfi sínu, fær umboð félagsins til að fara með mál annarra og verður fulltrúi þess á vinnustaðnum. Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að lög og samningar séu haldnir á vinnustaðnum og vera tengiliður starfsmanna við stéttarfélagið. 

Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 

Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Einingar-Iðju og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.