Trúnaðarmannanámskeið á næstunni

Eining-Iðja, í samvinnu við Félagsmálaskóla alþýðu, mun halda trúnaðarmannanámskeið, hluta 1 dagana 3. til 5. október, hluti 2 verður 7. til 9. nóvember og hluti 3 verður 21. til 23. nóvember. Kennt verður í Einingar-Iðjusalnum alla dagana frá kl. 9:00 til 16:00. Námskeiðin eru trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu.

Nú stendur yfir skráning á hluta 1. Búið er að senda bréf á þá trúnaðarmenn sem ekki hafa farið á trúnaðarmannanámskeið og eiga því eftir að sitja hluta 1 og minnum við þá á að síðasti dagur til að skrá sig á námskeiðið er miðvikudagurinn 19. september nk. 

Fljótlega verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem eiga eftir að sitja hluta 2 og svo einnig á þá sem eiga eftir að sitja hluta 3. Námskeiðið er trúnaðarmönnum að kostnaðarlausu. 

Athugið að Félagsmálaskóli alþýðu tók nýlega í notkun nýja námsskrá sem kallast Nám trúnaðarmanna. Áður voru þrepin 7 en nú er náminu skipt upp í fjóra hluta. 

Þeir trúnaðarmenn félagsins sem vilja sækja námskeiðin eru vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sína til Aðalbjargar í síma 460 3609 eða á netfangið ein@ein.is