Trúnaðarmannanámskeið á haustönn

Mynd tekin á trúnaðarmannanámskeiði. Félagsmálaskóli alþýðu sér um námskeiðin, en hann er starfræktu…
Mynd tekin á trúnaðarmannanámskeiði. Félagsmálaskóli alþýðu sér um námskeiðin, en hann er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans.

Vert er að benda trúnaðarmönnum félagsins á að búið er að raða niður trúnaðarmannanámskeiðum næsta vetur, þ.e. á haustönn.

Er nær dregur námskeiðum verða send bréf á þá trúnaðarmenn sem geta skrá sig á viðkomandi námskeið. Námskeiðin fara fram í sal Einingar-Iðju, Skipagötu 14 á Akureyri, nema Covid komi í veg fyrir það. 

Trúnaðarmenn Einingar-Iðju eru mikilvægir hlekkir í starfi félagsins. Samkvæmt samningum á að vera trúnaðarmaður á öllum vinnustöðum sem hafa 5 eða fleiri félagsmenn. Þar sem starfa fleiri en 50 eiga að vera 2 trúnaðarmenn. 

Við kosningu öðlast trúnaðarmaður um leið sérstaka lagalega vernd í starfi sínu, fær umboð félagsins til að fara með mál annarra og verður fulltrúi þess á vinnustaðnum. Meginhlutverk trúnaðarmanna er að gæta þess að lög og samningar séu haldnir á vinnustaðnum og vera tengiliður starfsmanna við stéttarfélagið. 

Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 

 

Haustönn 2021

Hluti 1     

6. til 8. október 2021

Hluti 2     

3. til 5. nóvember 2021

Hluti 3     

24. til 26. nóvember 2021

Hluti 4     

ekki komi dagsetning

 

Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu Einingar-Iðju og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.