Trúnaðarmannanámskeið

Í síðustu viku fór fram trúnaðarmannanámskeið þrep 1 í sal félagsins á Akureyri. Guðmundur Hilmarsson, frá Félagsmálaskóla alþýðu, fór þar yfir starf og stöðu trúnaðarmannsins, lestur launaseðla og launaútreikninga. 20 trúnaðarmenn frá félaginu, Byggiðn, FVSA og FMA sátu námskeiðið sem stóð yfir í tvo daga, ekki þrjá eins og vaninn er.

Þrep 2 verður kennt síðar í október og bætist einn dagur við það. Á því námskeiði verður fjallað um þjóðfélagið og vinnumarkaðinn, samskipti á vinnustaðnum, Starfsemi stéttarfélagsins og kjarasamningar.