Á vef Stapa má lesa eftirfarandi frétt: Nú geta sjóðfélagar tilkynnt hvort þeir velja að ráðstafa hluta af lágmarksiðgjaldi sínu í tilgreinda séreignardeild sjóðsins. Val um það er undir ákvörðun sjóðfélaga komið.
Vilji sjóðfélagi ráðstafa iðgjaldi umfram 12% í tilgreinda séreignardeild, þarf hann að fylla út tilkynningu og skila til sjóðsins. Á tilkynningunni er að finna ítarlegar upplýsingar um tilgreinda séreign og hvaða þætti þarf að skoða áður en tekin er ákvörðun um hvernig iðgjaldinu er ráðstafað. Með tilkynningunni staðfestir sjóðfélagi að hann hafi kynnt sér þær reglur sem gilda um tryggingavernd í tryggingadeild sjóðsins annars vegar og þær reglur sem gilda um tilgreinda séreignardeild hins vegar.
Ef sjóðfélagi skilar ekki tilkynningu til sjóðsins rennur iðgjaldið í tryggingadeild.