Tilboð til félagsmanna - Bærinn brennur

Í nýrri bók Jóns Hjaltasonar, Bærinn brennur, er nýju ljósi varpað á sögu Akureyrarkaupstaðar. Akureyringar voru sakaðir um að vera brennuvargar. Sagan sögð í máli og fágætum ljósmyndum sem eru vel á fjórða hundrað og hafa fæstar birst á prenti áður. Bærinn brennur er einstaklega glæsileg bók sem bregður upp ljóslifandi myndum af eldsvoðum, afdrifum einstakra húsa, þróun byggðar og ekki síst mannlegum örlögum á Akureyri.

Tilboð til félagsmanna
Almennt verð bókarinnar er kr. 9.800, en verð til félagsmanna Einingar-Iðju er kr. 7.350, sem samsvarar 25% afslætti. Það eina sem félagsmenn þurfa að gera ef þeir vilja nýta sér þetta tilboð er að hringja í pöntunarsíma 862 6515.

„Þeir brenna sér til gagns og gamans á Akureyri, en hér kann enginn að halda á eldspýtu“, sagði alþingismaðurinn Jón Þorkelsson í Reykjavík. Og eftir Oddeyrarbrunann skelfilega var ort: „Og margir þeir kváðu að kveikt væri í.“

Í bráðskemmtilegum og fróðlegum texta, og hafsjó ljósmynda, rekur höfundurinn, Jón Hjaltason, sögu eldsvoða á Akureyri, frá þeim fyrsta til hins geigvænlega verksmiðjubruna á Gleráreyrum í janúar 1969.

„Dælurnar komust bara aldrei almennilega í gang,“ rifjar Hallgrímur Skaptason upp um brunann á Gleráreyrum þegar eldarnir loguðu í tólf klukkustundir samfleytt.