Úrval Útsýn ákvað að bjóða félagsmönnum upp á afsláttarkjör í tvær ferðir sem ferðaskrifstofan býður upp á í apríl og maí. Um er að ræða afslátt upp á kr. 10.000 við bókun. Ef áhugi er fyrir hendi að nýta sér þetta tilboð þá þarf bara að setja inn afsláttarkóðann ein2017 í bókunarferlinu sem fram fer á heimasíðu ferðaskrifstofunnar.
Nánar má lesa um þessar tvær ferðir hér fyrir neðan.
TVEGGJA EYJA SÝN 18. apríl - 3. maí
Íslendingar hafa sótt í dásamlegar strendur Gran Canaria áratugum saman og hefur eyjan verið einn vinsælasti áfangastaður Úrvals Útsýnar. Betri stað í sólarfrí er erfitt að finna hvort sem er fyrir unga sem aldna. Gran Canaria er þekkt fyrir að hafa stöðugt hitastig, þægilegt loftslag og stórbrotið landslag sem heillar alla. Ekki má gleyma paradísareyjunni Tenerife sem er þekkt fyrir einstaka veðursæld og fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa.
Benidorm/Almeria Úrvalsfólk 05.05 - 26.05.17
Úrvalsfólk er hugsað sem vettvangur fyrir ferðir sem eru sérhannaðar fyrir fólk yfir 60 ára sem fara saman í utanlandsferðir, á ólíka áfangastaði undir styrkri stjórn íslensks fararstjóra. Í þessum skemmtilegu ferðum er haldið þétt utan um hópinn og boðið uppá léttar skemmtanir og samveru eins og t.d. minigolf, út að borða, spilakvöld og fjölbreytt úrval skoðunarferða með íslenskri fararstjórn.