Tilboð opnuð

Í gær voru opnuð tilboð í breytingar á skrifstofu félagsins á Akureyri. Fimm aðilar sendu inn tilboð sem voru á bilinu 84,68% til 114,97% af kostnaðaráætlun. Ágúst Hafsteinsson arkitekt er búinn er að fara yfir reikniformúlur innkominna tilboða og eru frávikin óveruleg. Niðurstaða um áframhaldið mun liggja fyrir í lok næstu viku, eftir fund í stjórn félagsins.

Hverju á að breyta?
Fyrr á árinu var tekin ákvörðun í stjórn félagsins um að ráðast í breytingar á skrifstofunni á Akureyri. M.a. verður skipt um gólf- og loftaefni, bætt við einni skrifstofu, geymslur sameinaðar, salur færður, salernum breytt og móttakan gerð sýnilegri.

Framkvæmdir mun væntanlega byrja um miðjan desember og eiga að vera lokið í lok febrúar. Slíkum framkvæmdum fylgir óhjákvæmilega mikið rask og því mun starfsemi félagsins verða að mestu í salnum á 4. hæð Alþýðuhússins á meðan.