Til launagreiðenda sem skila iðgjöldum til Einingar-Iðju

Með kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, vegna aðildarfélaga, og gildir frá 1. janúar 2014, var samið um hækkun á greiðslu atvinnurekenda í starfsmenntasjóð (endurmenntunarsjóður, fræðslusjóður, símenntasjóður, menntagjald, eða hvað þetta nefnist í ykkar launakerfi!!!).

Frá 1. janúar 2014 greiða atvinnurekendur 0,30% í starfsmenntasjóð. Greiðslur renna til Landsmenntar, fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni.

Eining-Iðja hefur innheimt þetta gjald fyrir Landsmennt og mun halda því áfram.

Öll iðgjöld til Einingar-Iðju, þar með talið starfsmenntasjóðsgjaldið, leggist inn á iðgjaldareikning félagsins:
0566-14-552818. Kennitala félagsins er 570599-2599

Félagsgjöld launþega, iðgjöld atvinnurekanda í sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntasjóð á að leggja inn á ofangreindan reikning!!!!

Gjalddagi iðgjalda hvers mánaðar frá atvinnurekendum er 15. næsta mánaðar. Berist greiðsla ekki innan þess mánaðar, skal innheimta vanskilavexti frá gjalddaga að telja.

Eining-Iðja mun skila greiddum starfsmenntasjóðsgjöldum og innheimtum dráttarvöxtum fyrir undangenginn mánuð til Landsmenntar eigi síðar en síðasta dag næsta mánaðar.

Akureyri 14. mars 2014
Starfsfólk Einingar-Iðju.