Þýskalandsferð - lágmarksþátttöku náð!

Vert er að minna á að skráning stendur yfir í tvær af þremur orlofsferðum sem Eining-Iðja er með í boði í ár. Skráningar hafa ferið vel af stað og því er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig fyrir þá sem hug hafa á að fara með, því bæði er um að ræða lágmarks- og hámarksfjölda í ferðirnar. Búið er að taka ákvörðun um að fara í utanlands ferðina því lágmarksátttöku er náð.

Kíkið við á skrifstofu félagsins á Akureyri, hringið í síma 460 3600 eða sendið póst á netfangið ein@ein.is og látið skrá ykkur ef áhugi er fyrir hendi.

  •  3. til 10. júní 2017 – Þýskaland og Lúxemborg
  • 14. til 16. ágúst 2017 – Kverkfjöll-Dreki-Askja-Holuhraun-Herðubreiðarlindir

Langar þig með til Þýskalands og Lúxemborgar þótt þú sért ekki félagsmaður? Þar sem ekki er fullbókað í ferðina var ákveðið að gefa utanfélagsmönnum kost á að koma með. Þeir þurfa að greiða aukalega kr. 10.000 og því mun ferðin kosta þá kr. 235.000.
 

Nánar má lesa um allar ferðirnar þrjár sem boðið er upp á árið 2017 hér.

Hægt er að borga fyrir ferðirnar með kreditkorti og er jafnframt hægt að semja um greiðslur, þ.e. skipta þeim á nokkur tímabil.

Athugið að síðar verður auglýst hvenær byrjað verður að skrá í eins dags ferðina.