Fyrr á árinu var samið við N4 um að búa til þrjú kynningarmyndbönd fyrir félagið og eru þau nú öll tilbúin. Fyrsta myndbandið sem fór í framleiðslu er almenn kynning á félaginu. Í myndbandi tvö er fjallað um sjúkrasjóðinn og í þriðja sem sett var á netið fyrr í dag er fjallað um orlofssjóð félagsins.
Þegar samstarfssamningurinn við N4 um framleiðslu á myndrænu kynningarefni fyrir félagið sagði Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, m.a. að hann bindi miklar vonir við þetta samstarf. „Félagið þarf að vera opið fyrir nýjungum og sífellt að leita að nýjum leiðum til að ná til félagsmanna. Í byrjum verða framleidd þrjú myndbönd um félagið og sjóði þess. Með þessum kynningarmyndböndum getum við verið í fleiri miðlum en áður,en markmiðið er auðvitað alltaf að ná til fleiri félagsmanna til að kynna þeim rétt sinn hjá félaginu.“