Gerður hefur verið samningur við við Akademias skólann um fulla fjármögnun á MASTERCLASS og styttri námskeiðum. Um er að ræða stutt og hnitmiðuð fjarnámskeið sem í boði eru í samstarfi við aðildarfélög Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar. Félagsmenn aðildarfélaga sjóðanna munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.
Í fyrstu verður hægt að skrá sig á þrjú námskeið sem eru á verði eins og reikningar verða sendir beint á fræðslusjóðina.
Minnum á að öll Covid átaksverkefni fræðslusjóðanna gilda fram að sumri eða til 1. júní 2021.
MasterClass námskeið eru rafræn námskeið á netinu en með skráningu fæst aðgangur að námskeiðum í 12 mánuði. Nemendur geta því lært hvar og hvenær sem er en jafnframt farið oft yfir námsefnið á tímabilinu.
Hér má sjá lista yfir MasterClass námskeið Akademias
Fyrir allar nánari upplýsingar og skráningu hafið samband við Ásdísi, asdis@akademias.is