Þrjár sæmdar gullmerki

Á aðalfundi Einingar-Iðju sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 16. apríl voru þrír félagar sæmdir gullmerki félagsins, þær Halldóra H. Höskuldsdóttir, Lára Einarsdóttir og Herdís Ólafsdóttir. Nánar verður sagt frá aðalfundi félagsins hér á vefnum næsta mánudag. 

„Hafið mikla þökk fyrir ykkar störf,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, eftir að hann nældi gullmerk félagsins í þær. Hér fyrir neðan má lesa hvað Björn hafði um þær að segja áður en hann sæmdi þær gullmerki félagsins.

Halldóra H. Höskuldsdóttir
Hún hefur verið í stjórn Vlf. Einingar og síðan Einingar-Iðju frá 1998 fyrst sem formaður Almennudeildar félagsins, síðan formaður Þjónustudeildar en varð ritari félagsins 2003 og hefur gengt því starfi síðan. Halldóra hefur einnig tekið þátt í mörgum fundum og ráðstefnum sem fulltrúi okkar og setið stjórnum og ráðum innan félagsins.

Lára Einarsdóttir
Hún hefur verið mjög virkur félagsmaður og setið í stjórnum og ráðum, fyrst innan Iðju félags verksmiðjufólks og síðan Einingar-Iðju.  Hún hefur setið í trúnaðarráði, samninganefndum og verið nokkur ár í stjórn sjúkrasjóðs félagsins. Hún hefur verið öflugur talsmaður sinna félaga og félagsins í heild.

Herdís Ólafsdóttir
Hún hefur verið mjög virkur félagsmaður og setið í stjórnum og ráðum Einingar-Iðju.  Hún hefur verið trúnaðarmaður á sínum vinnustöðum til fjölda ára og hefur setið í trúnaðarráði og  samninganefndum félagsins. Hún hefur haft hag vinnufélaga sinna að leiðarljósi við störf sín innan félagsins.

Á myndinni má sjá nýja gullmerkjahafa ásamt formanni og varaformanni félagsins. F.v.: Anna Júlíusdóttir, Lára Einarsdóttir, Halldóra H. Höskuldsdóttir, Herdís Ólafsdóttir og Björn Snæbjörnsson.