Þrír sæmdir gullmerki

Á aðalfundi Einingar-Iðju sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 10. apríl voru þrír félagar sæmdir gullmerki félagsins, þau Eyþór Karlsson, Hulda Einarsdóttir og Jakob Tryggvason. Nánar verður sagt frá aðalfundi félagsins hér á vefnum næsta mánudag.

„Hafið mikla þökk fyrir ykkar störf,“ sagði Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, eftir að hann nældi gullmerk félagsins í þau.

Eyþór Karlsson
Hann hefur starfað mikið fyrir félagið. Hann var lengi formaður Iðnaðardeildarinnar og því í aðalstjórn félagsins. Eftir að deildunum var fækkað hefur hann verið varaformaður Iðnaðar- og tækjadeildarinnar. Hann breytti svo um starfsvettvang nú í vetur og hætti þar með að vera í Iðnaðar- og tækjadeildinni. Hann hefur lengi verið trúnaðarmaður á sínum vinnustöðum, verið í samninganefndinni og gengt fjölmörgum öðrum störfum fyrir félagið.

Hulda Einarsdóttir
Hún hefur verið mjög virkur félagsmaður og setið í stjórnum og ráðum innan Einingar-Iðju og verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað. Hún hefur setið í trúnaðarráði, samninganefndum og verið lengi varamaður í stjórn sjúkrasjóðsins. Hún hefur verið öflugur talsmaður þeirra sem starfa í eldhúsum, ekki bara á félagssvæðinu heldur landinu öllu.

Jakob Tryggvason
Hann hefur verið virkur félagsmaður bæði hjá Iðju félagi verksmiðjufólks og hjá Einingu-Iðju eftir sameiningu félaganna. Hann var lengi trúnaðarmaður á sínum vinnustað, hefur setið í samninganefndum og trúnaðarráði, auk fjölda nefnda innan félagsins. Hann hefur setið í stjórn sjúkrasjóðsins um árabil. Hann hefur einnig skannað allar myndir, sem félagið á, inn á tölvudiska en þær skipta þúsundum.