Þrír sæmdir gullmerki

Á aðalfundi Einingar-Iðju sem haldinn var þriðjudaginn 16. apríl sl. voru þrír félagar sæmdir gullmerki félagsins, þau Ingibjörg Ólafsdóttir, Magnús Björnsson og Sólveig Jónasdóttir. Reyndar gat Ingibjörg ekki mætt á fundinn en hún fær merkið afhent á næstunni. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, sagði við það tilefni að allir sem hlutu viðurkenningu hafi unnið sitt starf af trúmennsku og óeigingirni. „Það er gaman fyrir félagið að geta sýnt því fólki sem starfað hefur lengi fyrir félagið og ekki síst sína samstarfsfélaga smá þakklætisvott fyrir hið mikla starf sem þeir hafa innt af hendi,” sagði Björn.

Þeir sem hlutu gullmerki félagsins eru eftirtaldir:

Ingibjörg Ólafsdóttir
Hún starfaði mikið fyrir Verkalýðsfélagið Vöku á Siglufirði sem trúnaðarmaður og sat auk þess í stjórnum og ráðum þess. Eftir sameiningu félaganna hefur hún verið trúnaðarmaður hjá Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar auk þess að vera í trúnaðarráði og samninganefnd félagsins.
Ingibjörg getur ekki verið með okkur hér í kvöld en biður fyrir kveðju til fundarins og þakkar þessa viðurkenningu.

Magnús Björnsson
Hann hefur verið virkur félagsmaður bæði hjá Iðju félagi verksmiðjufólks og einnig hjá Einingu-Iðju eftir sameiningu félaganna. Hann er búinn að vera lengi trúnaðarmaður á sínum vinnustað setið í samninganefndum og trúnaðarráði auk fjölda nefnda innan félagsins. Hann hefur setið í stjórn Matvæla- og þjónustudeildar félagsins frá upphæfi.

Sólveig Jónasdóttir:
Hún hefur verið mjög virkur félagsmaður og setið í stjórnum og ráðum innan Einingar-Iðju og verið trúnaðarmaður á sínum vinnustað. Hún er einn af þeim félagsmönnum sem alltaf er til í að vinna fyrir félagið og hefur rækt það með stakri prýði.

Á myndinni má sjá tvo af þremur gullmerkjahöfum ásamt formanni og varaformanni félagsins. F.v.: Anna Júlíusdóttir, Sólveig Jónasdóttir, Magnús Björnsson og Björn Snæbjörnsson.