Á nýloknu þingi Starfsgreinasambandi Íslands voru samþykktar nokkrar ályktanir en 135 fulltrúar þeirra 19 aðildarfélaga sem skipa SGS sátu fundinn, þar ef 11 frá Einingu-Iðju. Unnið var í nokkrum nefndum inni á þinginu en málefnanefndirnar voru tvær: Kjara- og atvinnumálanefnd og Húsnæðis- og velferðarnefnd. Samþykkt var fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö árin og sömuleiðis starfsáætlun en í ljósi góðrar stöðu sambandsins var skatthlutfall aðildarfélaganna lækkað. Þá var sérstaklega fjallað um reglur varðandi félagsaðild og hugsanlega samræmingu reglna á milli sjúkrasjóða.
Þingið samþykkti svohljóðandi málefnaályktanir:
Forysta SGS
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, var endurkjörinn formaður og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, var endurkjörin varaformaður.
Aðalmenn í framkvæmdastjórn SGS er eftir kjörið svo skipuð: Aðalsteinn Á. Baldursson frá Framsýn stéttarfélagi, Guðrún Elín Pálsdóttir frá Verkalýðsfélagi Suðurlands, Halldóra S. Sveinsdóttir frá Bárunni stéttarfélagi, Kolbeinn Gunnarsson frá Verkalýðsfélaginu Hlíf og Ragnar Ólason frá Eflingu stéttarfélagi.
Til vara voru kjörnir fimm, Vilhjálmur Birgisson frá Verkalýðsfélagi Akraness er fyrsti varamaður, Anna Júlíusdóttir frá Einingu Iðju er annar varamaður, þriðji varamaður er Þórarinn Sverrisson frá Aldan stéttarfélag, fjórði varamaður er Linda Baldursdóttir frá Verkalýðsfélaginu Hlíf og fimmti varamaður er Guðmundur Finnbogason frá Samstöðu stéttarfélagi.
Skoðunarmenn reikninga eru þau Fanney Friðriksdóttir og Tryggvi Marteinsson, bæði frá Eflingu stéttarfélagi og til vara Magnús S. Magnússon frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis.
Sjálfkjörið var í öll embætti.