Þemamánuður SGS - verktakavinna
02.sep | 2016
Í september mun Starfsgreinasambandið leggja sérstaka áherslu á að vekja athygli á verktakavinnu, en undanfarið hefur SGS lagt áherslu á að vekja athygli á ákveðnum málum í hverjum mánuði. Meðal annara málefna sem eru og hafa verið á dagskrá má nefna orlofsrétt, erlent starfsfólk, fyrstu skrefin á vinnumarkaði, veikindarétt, ungt fólk og verkalýðshreyfinguna, afleiðingar svartrar vinnu, lífeyrisréttindi og margt fleira.
Hér á síðu SGS er hægt að nálgast viðkomandi kynningarefni fyrir hvert málefni/mánuð fyrir sig.