Nýlega auglýsti félagið IPAD námskeið fyrir byrjendur félagsmönnum að kostnaðarlausu. Það er orðið fullt á námskeiðið en við munum skrá nokkur nöfn á biðlista.
Ennþá er laust á Viskínámskeiðið með Snorra Guð. Nánar má lesa um það hér fyrir neðan.
Eining-Iðja, í samstarfi við SÍMEY, býður félagsmönnum upp á námskeið þar sem Snorri Guðvarðarson mun fara yfir viskísöguna, uphaf viskíframleiðslu og þróun til dagsins í dag. Lönd og svæði með áherslu á Skotland og smökkun mismunandi tegunda.
Kennsla fer fram í SÍMEY, Þórsstíg 4, fimmtudaginn 20. nóvember milli kl. 19:30 og 22:30
Hámarksfjöldi 20
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins á Akureyri og í síma 460 3600 Skráningu lýkur kl. 16 föstudaginn 15. nóvember nk.