Í morgun komu góðir gestir í heimsókn á skrifstofu félagsins á Akureyri. Á ferð voru nemendur í níunda bekk Síðuskóla sem voru að lesa upp úr nýjum jólabókum fyrir starfsfólk fyrirtækja.
Nemendurnir eru á ferðinni í miðbæ Akureyrar fram að hádegi í dag, í fjögurra til fimm manna hópum, og lesa upp í nokkrum fyrirtækjum. Að sögn umsjónarkennara þeirra er þessi upplestur góð leið fyrir krakkana til að komast út úr skólanum og æfa framkomu og framsögn. “Eins er þetta gott til að auka samstarf skóla og fyrirtækja í bænum í gegnum eitthvað sem allir eða flestir hafa gaman af.“
Að lestri loknum fær kennarinn svo upplýsingar um frammistöðuna svo hægt verði að meta þetta inn í skólann.