Stjórn Sveitamenntar samþykkti á fundi sínum þann 10. september sl. eftirfarandi sérreglu vegna styrkveitinga til náms/námskeiða erlendis.
Ef sveitarfélag eða stofnun á þess vegum óskar eftir að senda starfsmann til að sækja nám/námskeið erlendis sem ekki stendur til boða innanlands, getur það sótt um 75 % af kostnaði ferðarinnar og 100% vegna kostnaðar við námskeið. Styrkur getur þó ekki orðið hærri en 120.000.- vegna hvers starfsmanns. Að auki er heimilt að bæta við styrk vegna ferðakostnaðar innanlands ef fjarlægð frá heimabyggð að flugstöð í Keflavík er meira en 100 km, sú viðbót getur numið allt að kr. 30.000.- vegna hvers starfsmanns. ATH! Námskeiðsgögn/bækur er ekki styrkt sérstaklega.
Viðkomandi regla gildir frá og með 1. september 2013
Hér má sjá nánar um reglur Sveitamenntar
Sveitamennt er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.