Sveitafélagasamningurinn samþykktur

Á miðnætti lauk atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa hjá sveitarfélögunum samþykktu samninginn.

Á kjörskrá voru 921 félagsmenn, 374 greiddu atkvæði eða rétt tæplega 41% þeirra sem höfðu kjörgengi. 338 sögðu já eða 90,37%, en 35 sögðu nei, eða 9,36%. Einn skilaði auðu. Kjarasamningurinn skoðast því samþykktur.