Svavar endurkjörinn varaformaður Iðnaðar- og tækjadeildar

Í gær, 3. febrúar, fór fram aðalfundur Iðnaðar- og tækjadeildar. Í byrjun fundar flutti Ingvar Kristjánsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um sjö af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur. Einnig þurfti að kjósa um þrjá meðstjórnendur til eins árs, þar sem allir meðstjórnendurnir þrír sem kosnir voru síðast til tveggja ára voru hættir í deildinni

Úr stjórn áttu að ganga Svavar varaformaður og meðstjórnendurnir Þormóður, Rannveig og Símon Hrafn. Rannveig og Símon Hrafn voru búin að tilkynna að þau myndu ekki bjóða sig fram á ný. Svavar bauð sig áfram fram sem varaformaður og Þormóður Sigurðsson bauð sig aftur fram sem meðstjórnanda, einnig buðu Gísli Einarsson og Þór Jóhannesson sig fram sem meðstjórnendur. Til eins árs buðu Agnar Ingi Svansson, Arnar Kristjánsson og Stefán Gíslason sig fram sem meðstjórnendur. Engin mótframboð bárust og því voru þeir sjálfkjörnir.

Fyrir í stjórn til aðalfundar 2024 eru Ingvar Kristjánsson formaður og Gunnar Magnússon ritari.

Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.

 

 

Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru í stjórn deildarinnar

Til aðalfundur 2023

Formaður: Ingvar Kristjánsson, Isavia
Ritari: Gunnar Magnússon, Hyrna
Meðstjórnandi:            Agnar Ingi Svansson, MS-Akureyri
Meðstjórnandi: Arnar Kristjánsson, Olíudreifing
Meðstjórnandi: Stefán Gíslason, Bústólpi

Til aðalfundur 2024

Varaformaður: Svavar Magnússon, Sæplast Dalvík
Meðstjórnandi:           Gísli Einarsson, SBA
Meðstjórnandi: Þormóður Sigurðsson, Vélfag Ólafsfirði
Meðstjórnandi Þór Jóhannesson, TDK Foil Iceland ehf.

 

Í lok fundar sagði Ingvar formaður deildarinnar: „Ágætu félagar ég þakka fyrir það traust sem okkur  er sýnt að treysta okkur fyrir deildinni og munum við reyna að gera okkar besta til að starf deildarinnar verði sem best en það mun litast á næsta starfsári að undirbúningi að gerð samninga. Það er mikilvægt að félagsmenn nýti sér þá möguleika sem þeir hafa til að taka þátt og hafa áhrif á kröfugerð félagsins. Að taka þátt og móta stefnuna er mikilvægt fyrir hvern og einn. Fljótlega munu allir félagsmenn fá bréf frá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri vegna stuttrar könnunar fyrir næstu kjarasaminga. Nú er verk að vinna og tökum þátt. Ég þakka þeim sem láta af störfum í stjórn deildarinnar og bíð ég nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Að lokum óska ég öllum velfarnaðar á komandi starfsári og segi fundi slitið.“