Nú er búið að prenta og ganga frá sumarblaði félagsins og mun það berast flestum félagsmönnum og öðrum í dag, miðvikudaginn 30. júní, en það verður borið út með Dagskránni á öll heimili á félagssvæðinu. Sumir munu reyndar fá blaðið sent til sín með póstinum.
Í blaðinu, sem er 28 síður að stærð, er m.a. fjallað um greiðslur til félagsmanna á síðasta ári úr sjóðum félagsins, aðalfund félagsins, ársfund Stapa, VIRK starfsendurhæfingarsjóð og margt fleira. Í blaðinu má einnig finna viðtal við Tryggva Jóhannsson, formann Matvæla- og þjónustudeildar Einingar-Iðju en hann gegnir nú stöðu formanns stjórnar Stapa.
Blaðið er komið á netið og má lesa það hér, bæði á pdf eða Flash formi.