Sumarblað félagsins verður borið út í dag

Nú er búið að prenta og ganga frá sumarblaði félagsins og mun það berast flestum félagsmönnum og öðrum í dag, miðvikudaginn 20. júní, en það verður borið út með Dagskránni á öll heimili á svæðinu. Sumir munu reyndar fá blaðið sent til sín með póstinum. 

Í blaðinu er m.a. fjallað um ný persónuverndarlög og persónuvernd á vef félagsins. Fjallað er um vinnu við mótun kröfugerðar fyrir næstu samninga. Einnig er fjallað um fræðsludaginn, aðalfund félagsins, 1. Maí, ársfund Stapa, hringferð ASÍ, launahækkanir o.fl.

Þeir sem fá dagskránna inn um lúguna hjá sér í dag en ekki félagsblaðið eiga að hafa samband við Ásprent í síma 4 600 700 og láta vita.

Blaðið er komið á netið og má lesa það hér, bæði á pdf eða Flash formi.